Fréttir - Innbrot

Fyrir skömmu var brotist inn í vinnubúðir Nesbyggðar. Þar var stolið tölvum prenturum og ýmsu öðru. Myndavélar á svæðinu tóku allt upp svo eftirleikurinn var auðveldur. Lögreglan hafði upp á parinu sem var af "rammíslensku bergi brotið" og eftir að hafa snúið upp á hendur þeirra í nokkurn tíma skiluðu þau nánast öllu.

Parinu leyst það vel á aðstöðuna að það sótti um vinnu og tóku fram að á nóttinni væru þau í besta "stuðinu". Ekkert varð af ráðningu hjá Nesbyggð en þau fá hana væntanlega hjá dómstólunum.

 

 

 

 

2. mars 2008                                        <Til baka>