Fréttir - Ökugerði við Reykjanesbraut
  1. Ísland er eina landið í hinum svokallaða „vestræna heimi„ sem ekki starfrækir ökugerði til þjálfunar ökumanna. Má nefna að bæði á Grænlandi og í Færeyjum eru þau starfrækt. Rekstur ökugerða á Íslandi er nú bundin í lög án þess að viðeigandi aðstaða sé fyrir hendi.
  2. Gífurlegir fjármunir tapast í umferðaslysum hér á landi á hverju ári eða 2 til 2,5 % af þjóðarframleiðslu. Öruggt er talið að þjálfun ökumanna við raunverulegar aðstæður í ökugerði myndi spara stórar upphæðir. Yrði árangurinn 20% fækkun slysa væri það 0,5% af þjóðarframleiðslu.
  3. Uppbygging Ökugerðis í Reykjanesbæ mun kosta um 700 milljónir. Ásamt því að skapa atvinnu og spara gjaldeyri mun uppbygging Ökugerðisins spara þjóðfélaginu gífurlegar upphæðir við fækkun slysa . Hægt er að fullyrða að fá ef nokkur önnur verkefni sé hagkvæmari fyrir Íslenskt þjóðfélag í augnablikinu.
  4. Í dag eru lögreglu og sjúkraflutningamenn sendir í aksturs þjálfun erlendis. Eftir að Ökugerðið hæfi rekstur gæti sú þjálfun farið alfarið fram hér á landi og við það sparaðist umtalsverður gjaldeyrir.
  5. Við uppbygginu Ökugerðis við Reykjanesbraut munu starfa 30 manns. Eftir að fyrirtækið tekur til starfa munu skapast a.m.k. 10 föst störf ásamt öðrum afleiddum störfum. Ný störf eru allstaðar til góðs og ekki á það síður við um Reykjanesbæ þar sem atvinnuleysi hefur verið hvað mest á landinu.
  6. Uppbygging og rekstur Ökugerðis við Reykjanesbraut er ekki í samkeppni við aðra aðila. Ökugerðið verður það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er því klárlega um frumkvöðlaverkefni að ræða.
  7. Við uppbyggingu Ökugerðis við Reykjanesbraut eru eftirfarandi atriði höfð að leiðarljósi:
    1. Hönnun sé sambærileg við það besta sem gerist í dag. (Hönnuður Clive Bowen)
    2. Allir verkþættir 1. flokks. Til að tryggja það hefur VSÓ verkfræðistofa tekið að sér eftirlit.
    3. Allar fjárhagslegar forsendur vandlega yfirfarnar. (Deilotte)
    4. Mikill metnaður verður lagður í fagmennsku og snyrtilegan frágang útisvæða. Verktaki Nesbyggð ehf. sem hefur meðal annars hlotið umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar. www.nesbyggd.is.
    5. Þegar uppbyggingu er lokið (samhliða) tekur rekstrarfélag við. Stjórn rekstrarfélagsins verður skipuð fólki frá hagsmunaaðilum ásamt eigendum. Ráðin verður framkvæmdastjóri á faglegum forsendum sem hefur burði og metnað til að reka fyrirtækið þannig að tilgangur þess náist. Tilgangurinn er: Fækkun slysa á Íslandi og bætt umferðarmenning.

4. júni 2010 – PH

4. júní 2010                                        <Til baka>