Sendu okkur netpóst

 







 

Um Ökugerði Íslands

Árið 2006 til 2008 voru uppi stórhuga hugmyndir um uppbyggingu kappakstursbrautar ásamt ökugerði o.fl. við Reykjanesbraut. Framkvæmdir fóru af stað en komust ekki langt og stöðvuðust alveg í bankahruninu.

Lagt var af stað með þá hugmynd að byggja einungis upp ökugerði sem samþykkt hafði verið á svæðinu. Var þessi ákvörðun tekin að vandlega athuguðu máli og eftir nákvæma skoðun á rekstrargrundvelli ökugerðisins. Við þessa skoðun kom berlega í ljós hversu verkefnið er bráðnauðsynlegt fyrir umferðaröryggi á Íslandi. Verður hér farið yfir helstu atriði er það varða.

Ásamt Ökugerði Íslands er á Akureyri verið að byggja ökugerði sem á að þjóna landshlutanum og verður tekið í notkun á næstunni. Það er Bílaklúbbur Akureyrar sem stendur fyrir uppbyggingunni.

  1. Ísland er eina landið í hinum svokallaða „vestræna heimi„ sem ekki starfrækir ökugerði til þjálfunar ökumanna. Rekstur ökugerða á Íslandi er nú bundin í lög án þess að viðeigandi aðstaða sé fyrir hendi. Sjóvá í samvinnu við Ökukennarafélag Íslands er með svokallaðan „skrikvagn“ á Kirkjusandi sem er fyrsta skrefið í þessa átt og er það framtak lofsvert. Hinsvegar er það ljóst að alvöru ökugerði þarf að koma til eigu við að standa jafnfætis öðrum.
  2. Gífurlegir fjármunir tapast í umferðaslysum hér á landi á hverju ári eða 2 til 2,5 % af þjóðarframleiðslu. Öruggt er talið að þjálfun ökumanna við raunverulegar aðstæður í ökugerði myndi spara stórar upphæðir. Yrði árangurinn 20% fækkun slysa væri það 0,5% af þjóðarframleiðslu.
  3. Í dag eru lögreglu og sjúkraflutningamenn sendir í aksturs þjálfun erlendis. Eftir að Ökugerðið hæfi rekstur gæti sú þjálfun farið alfarið fram hér á landi. Þá verður hægt að þjálfa akstur stærri bíla. (vörubíla, trukka og strætisvagna) á brautinni.
  4. Uppbygging og rekstur Ökugerðis við Reykjanesbraut er ekki í samkeppni við aðra aðila. Ökugerðið verður það fyrsta sinnar tegundar hér og mun það skapa ný störf bæði fyrir ökukennara og aðra.
  5. Við uppbyggingu Ökugerðis við Reykjanesbraut eru eftirfarandi atriði höfð að leiðarljósi: Hönnun sé sambærileg við það besta sem gerist erlendis í og hönnun þar að auki löguð að séríslenskum aðstæðum. Fengnir verði stjórnarmenn frá hagsmunaaðilum. Ráðin verður framkvæmdastjóri á faglegum forsendum sem hefur burði og metnað til að reka fyrirtækið þannig að tilgangur þess náist.

Tilgangurinn er: Fækkun slysa á Íslandi og bætt umferðarmenning.

 

Aðrir notkunarmöguleikar ökugerðis fyrir utan kennslu nýnema

  • Endurhæfing ökumanna sem hafa nú þegar ökuréttindi.
  • Æfing eldri borgara.
  • Æfing þeirra aðila sem hafa misst ökuréttindin.
  • Leiga til erlendra aðila t.d. bílaframleiðenda.
  • Leigja til dekkjaframleiðanda til prófunar á dekkjum.
  • Samningur við bílaleigur um þjálfun erlendra ökumanna sérstaklega í akstri á malarvegum.
  • Þjálfun fyrirtækja á starfsmönnum sem vinna við akstur bæði minni og stærri atvinnubíla.
  • Ýmislegt fleira.

 

Ökugerði Íslands ehf.

Ökugerði eignahaldsfélag ehf. var stofnað af verktakafyrirtækinu Nesbyggð ehf. í Reykjanesbæ. Ökugerði eignarhaldsfélag ehf. byggir og er eigandi mannvirkjanna á svæðinu. Ökugerði Íslands ehf. mun aftur á móti sjá um rekstur svæðisins. Mikil áhersla verður lögð á hinn faglega þátt í samstarfi við ökukennara og þá sem hafa besta fagþekkingu á hverjum tíma.

Ökugerði Íslands ehf. er í 100% eigu Ökugerðis eignahaldsfélags ehf.

Stjórnarformaður Ökugerðis Íslands ehf. er Sturla Böðvarsson, fyrrum samgönguráðherra.

Sérstakur ráðgjafi Ökugerðis Íslands ehf. er Ólafur Kristinn Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi, sérfræðingur og dómari í akstursíþróttum og áhugamaður um umferðaröryggismál.

 

Heimilsfang:

Ökugerði Íslands ehf.
Kt.: 540710-1390
Brautarseli 39
260 Reykjanesbæ

Netfang: ok@akis.is

 

Næst: Fagráð Ökugerðis Íslands