Sendu okkur netpóst

 







 

Samráðshópur Ökugerðis Íslands

Samráðshópur um Ökugerði Íslands ehf. var skipaður á síðasta ári. Var hann settur á stofn til þess að tryggja sem best faglegan og markvissan undirbúning starfseminnar. Samráðshópinn skipa fulltrúar þriggja tryggingafélaga sem hafa lýst áhuga á að gerast aðilar að félaginu og starfsemi þess, sjálfstætt starfandi ökukennari, hönnuður ökugerðisins, ráðgjafi í umferðarmálum og stjórnarformaður Ökugerðis Íslands ehf. Fulltrúi tilnefndur af Umferðarstofu hefur mætt á fundi með Samráðshópnum og hefur hann veitt margvíslega ráðgjöf og leiðbeiningar.

Verkefni Samráðshópsins er fólgið í því að vera stjórn Ökugerðis Íslands ehf. og hönnuðum til ráðuneytis um allt er varðar undirbúning kennslu og ráðgjöf við uppbyggingu svæðisins. Rík áhersla er lögð á að nýta reynslu frá Evrópu og einkum Norðurlöndunum. Með öflugu samráði er leitast við að vinna faglega. Öll hönnun og undirbúningur miðar að því að skapa skilyrði til þess að þjálfa ökunema við aðstæður á íslenska vegakerfinu svo sem á malarvegum ekki síður en við bestu aðstæður. Þá er mikilvægt að nýta þá reynslu sem hefur orðið til við þjálfun á svæðinu við Kirkjusand þar sem nýttir eru svokallaðir skrikvagnar.

Samráðshópinn skipa Sturla Böðvarsson formaður stjórnar Ökugerðis Íslands ehf, Sigrún Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi hjá VÍS, V. Methúsalem Hilmarsson forstöðumaður forvarna TM, Andrés Andrésson starfsmaður á vátryggingasviði Varðar, Sveinn Ingi Lýðsson ökukennari, Einar Stefánsson verkfræðingur hjá VSÓ-ráðgjöf og Ólafur Kristinn Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi, sérfræðingur og dómari í akstursíþróttum og áhugamaður um umferðaröryggismál. Með samráðshópnum hefur starfað Holger Torp verkefnisstjóri ökunáms hjá Umferðarstofu eins og að framan er getið um.