Fréttir - um ýmislegt af starfsemi Nesbyggðar

- Smellið á myndir til að sjá fleiri og stærri myndir af viðkomandi fréttum þar sem það á við

Sjá hér myndir 23. júní 2011:
1.200 m² vatnsverksmiðja í Rifi á Snæfellsnesi

Skrifað hefur verið undir verksamning um að reisa 1.200 m² vatnsverksmiðju í Rifi á Snæfellsnesi. Nýja húsið mun rísa á næstu lóð við Hraðfrystihús Hellissands skammt frá hafnarbakkanum.

Það er byggingarfélagið Nesbyggð sem sér um byggingu hússins sem verður 1.200 fermetrar að stærð. Myndin sýnir þegar fyrsta skóflustungan er tekin í Rifi fyrir vatnsverksmiðju.


Sjá hér myndir 20. maí 2011:
Áhorfendastúka Víkings Ólafsvík vígð

Áhorfendastúka Knattspyrnufélagsins Víkings í Ólafsvík var vígð við hátíðlega athögn í maí. Við það tækifæri ávarpaði Geir Þorsteinsson, fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvík og formaður KSÍ gesti.

Síðan fékk Gylfi Scheving afhent fyrsta gullmerki Víkings Ólafsvík og að því loknu klippti Helgi Kristjánsson á borðann og nýja stúkan þar með formlega tekin í notkun.


Sjá hér myndir 18. apríl 2011:
Verið er að ljúka við Hótel Hellnar

Sjá hér myndir 12. febrúar 2011:
Framkvæmdir við Hótel Hellnar

Framkvæmdir við Hótel Hellnar ganga samkvæmt áætlun.


Sjá hér myndir 22. febrúar 2011:
Stúka Víkinganna í Ólafsvík að verða tilbúin

Nú þegar daginn er farið að lengja styttist í næsta keppnistímabil í fótboltanum. Þá verður stúka Víkinganna í Ólafsvík tilbúin.


Sjá hér myndir 12. febrúar 2011:
Framkvæmdir við Hótel Hellnar

Framkvæmdir við Hótel Hellnar ganga samkvæmt áætlun.


Sjá hér myndir 25. janúar 2011:
Tæki Nesbyggðar í árlegri andlitslyftingu

Nú eru allar vélar og tæki Nesbyggðar í árlegri andlitslyftingu og árangurinn er góður eins og sjá má.


Sjá hér myndir 5. desember 2010:
Jarðvinnu að ljúka fyrir nýtt fjölbýlishús

Jarðvinnu að ljúka fyrir nýtt fjölbýlishús í Fossabrekku 23 í Snæfellsbæ.


Sjá hér myndir 20. nóvember 2010:
Aðalframkvæmdir eru á Snæfellsnesi

Nú um stundir eru aðalframkvæmdir Nesbyggðar á Snæfellsnesi.


Sjá hér myndir 1. nóvember 2010:
Áhorfendastúka byggð í Ólafsvík

Gerður hefur verið Verksamningur við Víking í Ólafsvík um byggingu áhorfendastúku. Margir mættu á Ólafsvíkurvöll 16. október til að taka fyrstu skóflustunguna við völlinn í Ólafsvík. Kostnaður við stúku- bygginguna verða um 21 milljón.

Nesbyggð mun styrkja bygginguna um 7 milljónir og Snæfellsbær um aðrar 7, það sem uppá vantar fæst væntanlega úr mannvirkjasjóði KSÍ auk þess sem fleiri styrktaraðilar hafa gefið vilyrði fyrir styrkjum. Nesbyggð hefur þegar hafið framkvæmdir við stúkuna og verður byggingu stúkunnar lokið fyrir jól ef veður leyfir.


Sjá hér myndir 25. október 2010:
Mikil framkvæmdagleði í Snæfellsbæ

Mikil framkvæmdagleði er hjá íbúum Snæfellsbæjar. Nesbyggð hefur tekið að sér fjölda allan af verkefnum og er ýmislegt framundan. Við teljum líklegt að fréttir af kreppunni hafi ekki ennþá borist vestur og gerið það vonandi ekki.


Sjá hér myndir 30. september 2010:
Verksamningur gerður um 300 m² stækkun hótelsins á Hellnum

Gerður hefur verið verksamningur um stækkun hótelsins á Hellnum. Um er að ræða 300 m² byggingu, 10 herbergja, ásamt tengibyggingu. Hótelið stendur á einum allra fallegasta stað landsins og er útsýnið stórkostlegt.


Sjá hér myndir 17. ágúst 2010:
Yngstu starfsmennirnir taka til sinna ráða!

Sjá myndir.


Sjá hér myndir 30. júlí 2010:
Starfsmenn Nesbyggðar í sumarfríi

Fyrstu vikuna í ágúst er lokað hjá Nesbyggð þar sem allir starfsmenn eru í sumarfríi. Það er að verða árlegur viðburður að loka vikuna eftir verslunarmannahelgi.


Lesið hér alla fréttina 21. júní 2010:
Ungt fólk kaupir íbúðir

Nesbyggð hefur undanfarið boðið skemmtilegt tilboð á síðustu íbúðunum að Fossabrekku 21 í Ólafsvík, tilboðið felur í sér að íbúðirnar eru afhentar fullbúnar, með öllum húsbúnaði, svo að ekki þarf annað en að flytja inn og setja föt inn í skápana því að allt annað er til staðar. Um síðustu helgi var afhent ný íbúð í húsinu en það var Laufey Guðbjörnsdóttir sem tók við lyklunum úr hendi Sigrúnar Pálsdóttur, Sigrún er dóttir Páls Harðarsonar byggingastjóra Nesbyggðar. > > Öll fréttin hér.

Birt með góðufúslegu leyfi: Bæjarblaðð Jökull í Snæfellsbæ.


Lesið hér alla forsöguna um Ökugerði 4. júní 2010:
Uppsteypa húss og forsagan um Ökugerði
  1. Ísland er eina landið í hinum svokallaða „vestræna heimi„ sem ekki starfrækir ökugerði til þjálfunar ökumanna. Má nefna að bæði á Grænlandi og í Færeyjum eru þau starfrækt. Rekstur ökugerða á Íslandi er nú bundin í lög án þess að viðeigandi aðstaða sé fyrir hendi.
  2. Gífurlegir fjármunir tapast í umferðaslysum hér á landi á hverju ári eða 2 til 2,5 % af þjóðarframleiðslu. Öruggt er talið að þjálfun ökumanna við raunverulegar aðstæður í ökugerði myndi spara stórar upphæðir. Yrði árangurinn 20% fækkun slysa væri það 0,5% af þjóðarframleiðslu.

Lesið nánar hér um Ökugerði.


Sjá hér myndir 25. maí 2010:
Framkvæmdir við Ökugerði ganga vel

Unnið við jarðvegsframkvæmdir í Ökugerði við Reykjanesbraut.

Sjá myndir.


Sjá hér myndir 25. apríl 2010:

Þrjár íbúðir í Vallholti 1 verða tilbúnar í júní

Unnið er við endurbætur á Vallholti 1 í Ólafsvík. Á efri hæð verða þrjár íbúðir sem verða tilbúnar í júní. Nánari upplýsingar um verð og greiðsluskilmála má finna hér má finna hér.

Hér er fréttin og stærri myndir.


Sjá hér myndir 18. mars 2010:

Nýjar íbúðir voru afhentar bæði í Grundarfirði
og í Reykjanesbæ

Nýjar íbúðir voru afhentar bæði í Grundarfirði og í Reykjanesbæ um síðustu helgi.


Sjá hér myndir 24. febrúar 2010:
Karlalið Snæfells bikarmeistari í körfubolta

Karlalið Snæfells varð bikarmeistari í körfubolta s.l. laugardag er þeir lögðu Grindvíkinga í æsispennandi leik í Laugardagshöllinni. Óskum við þeim til hamingju með það. Áfram Snæfell!

Sjá nánar ljósmyndir frá leiknum hér á visir.is


Sjá hér myndir 15. febrúar 2010:
Loðnan er komin !

Sjá hér myndir og fréttina á vef AIFS 9. febrúar 2010:
Framkvæmdir við Ökugerði hafnar

Miðvikudaginn 3. febrúar var fyrsta skóflustungan tekin að Ökugerði, nýrri og glæsilegri akstursbraut í Reykjanesbæ, við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar.

Nánari umfjöllun um þessa framkvæmd Nesbyggðar ehf. má lesa hér á vef Akstursíþróttafélags Suðurnesja, www.aifs.is.


Sjá hér myndir 11. janúar 2010:
Fólk flytur inn í nýjar íbúðir í kreppunni

Fólk er að flytja inn í nýjar íbúðir þrátt fyrir kreppuna. Við óskum þeim til hamingju með það.


Sjá hér myndir 10. desember 2009:
Hús Lífsbjargar í Rifi er langt komið

Framkvæmdum á nýju húsi Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ á Rifi miðar vel áfram og er langt komið. Björgun- arstöðin er staðsett við Hafnargötu 1 á Rifi.


Sjá hér myndir 13. nóvember 2009:
Fiskmarkaðurinn á Rifi undir nýju þaki

Fiskmarkaðurinn á Rifi hefur verið tekin í notkun með nýju þaki.


Sjá hér myndir 22. október 2009:
Nesbyggð ehf. styður Snæfell í Stykkishólmi

UMF Snæfell í Stykkishólmi er öflugt félag með fjölbreyttar íþróttir í boði fyrir unga jafnt sem eldri iðkendur. Þær greinar sem æfðar eru undir merkjum félagsins í dag eru körfubolti, fótbolti, frjálsar íþróttir, sund, blak og siglingar. Auk þess er öflug starfsemi golfklúbbsins Mostra, hesteigendafélagsins HEFST í Stykkishólmi og síðast en ekki síst, íþróttir fyrir fatlaða.

Nesbyggð ehf. er stolt af því að styðja við öflugt starf UMF Snæfell og óskar því góðs gengis á komandi árum.


10. september 2009:
Framkvæmdir við eldra húsnæði við Hrannar- stíg og Nesveg í Grundarfirði

Nesbyggð hóf núna í september framkvæmdir við Hrannarstíg og Nesveg í Grundarfirði. Annarsvegar er verið að breyta einni stóri íbúð í tvær að Hrannarstíg 5 og hins vegar er verið að innrétta íbúð í hluta af versluninni Hömrum á Nesvegi 5.


5. ágúst 2009:
Lokum í viku vegna sumarfría - til 10. ágúst

Í fyrsta sinn í sjö ára sögu Nesbyggðar ehf. er lokað hjá fyrirtækinu í viku vegna sumarfría, lokað er frá 3. -7. ágúst.

Vinna hefst aftur 10. ágúst. Óskum við starfsmönnum og fjölskyldum þeirra ánægjulegs sumarfrís.


Sjá hér mynd 1. ágúst 2009:
Endurbætur á húsi Fiskmarkaðsins á Rifi

Undirritaður hefur verið samningur við Fiskmarkað Ísland um endurbætur á húsi markaðsins á Rifi. Verkið er þegar hafið.

• Sjá hér myndir


Sjá hér mynd 25. júlí 2009:
Fjölmenni á sýningu á íbúðum „Á góðri stundu“

Meðan á bæjarhátíð Grundfirðinga „Á góðri stundu“ stóð hélt Nesbyggð ehf. sýningu á íbúðum á Ölkelduvegi 9 í Grundarfirði.

Fjölmenni kom og skoðaði íbúðirnar.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 20. júlí 2009:
Nesbyggð ehf. vinnur að gerð ökugerðis og mótorparkbrautar við Reykjanesbraut

Eins og vegfarendur Reykjanesbrautar hafa tekið eftir þá hefur Nesbyggð ehf. verið í sumar að laga svæðið sunnan brautarinnar, milli Reykjanesbæjar og Grindavíkurvegar þar sem á að koma á ökugerði og mótorparkbraut. Verkið er vel á veg komið og kemst vonandi í notkun í nánustu framtíð.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 10. júlí 2009:
Íbúðir á Ölkelduvegi 9 í Grundarfirði afhentar

Búið er að afhenda tvær fyrstu íbúðirnar á Ölkelduvegi 9 í Grundar- firði. Óskum við þeim Hlyni og Jakobi til hamingju og velfarnaðar með nýju íbúðirnar.

• Sjá hér myndir


Sjá hér mynd 15. júní 2009:
Unnið við að klára hús og lóð að Tjarnabraut 24

Unnið er við að koma húsinu og lóð í rétt horf og miðar verkinu samkvæmt áætlun. Þegar er búið er að selja hluta hússins.

• Sjá hér mynd


Sjá hér myndir 5. júní 2009:
Björgunarsveitarhús gengur samkvæmt áætlun

Framhvæmdir við Björgunarsveitarhús ganga samkvæmt áætlun. Gaman er að því hversu Lífsbjargarmenn eru áhugasamir.

Hér fyrir neðan er tenging við heimasíðu þeirra.

• Sjá hér myndir
• Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ


Sjá hér myndir 19. maí 2009:
Frá afhendingu íbúða í Ólafsvík

Þrátt fyrir margumrædda kreppu eru sumir staðráðnir í því að láta lífið halda áfram. Nesbyggð ehf. hefur að undanförnu selt talsvert að íbúðum bæði á Snæfellsnesi sem og í Reykjanesbæ.

Við óskum nýjum íbúðaeigendum til hamingju og velfarnaðar.

• Sjá hér myndir


Sjá hér mynd 13. apríl 2009:
Framkvæmdir hafnar við nýtt hús Björgunar- sveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ á Rifi

Þegar björgunarsveitirnar fá útkall, bregðast þær strax við eins og allir vita. Nesbyggð ehf. er líka þekkt fyrir að draga ekki til morguns það sem hægt er að gera í dag, hvort sem það er við bygginga- vinnu eða að koma til móts við kaupendur sína, hvort sem það varðar frágang eigna, eða með sérstöku láni til íbúðakaupenda, sem kynnt var með nýja sölufyrirkomulaginu í síðasta mánuði.

Sjá hér mynd Strax og búið var að skrifa undir samning björgunarsveitarinnar og Nesbyggðar ehf. voru menn og tæki komin á staðinn og fram- kvæmdir þá þegar hafnar við nýtt hús Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ, en björgunarstöðin er staðsett við Hafnargötu 1 á Rifi.

• Sjá hér mynd


Sjá hér myndir 11. apríl 2009:
Nýtt sölufyrirkomulag kynnt og sölusýningar í Reykjanesbæ og í Ólafsvík tókust mjög vel

Í mars s.l. tók nýtt sölufyrirkomulag í gildi hjá okkur í Nesbyggð ehf. og um síðustu helgi vorum við með sölusýningar, bæði í Reykja- nesbæ og í Ólafsvík, sem tókust mjög vel.

Afrakstur helgarinnar var, að sjö íbúðir voru seldar, þar af fimm í Reykjanesbæ og tvær í Ólafsvík. Hefur þegar verið flutt inn í eina af Nýtt sölufyrirkomulag - kynnið ykkur það hér þessum íbúðum. Gott mál það.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 9. apríl 2009:
Skrifað undir samning um nýja björgunarstöð

Í Vesturlandsvef Skessuhorns segir frá því að þann 7. apríl s.l. skrifuðu Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Slysavarna- deild Helgu Bárðardóttir á Hellissandi undir verksamning við Nesbyggð ehf. vegna húsbyggingar í Rifi. Að söfn Halldórs Sigurjónssonar, ritara Lífsbjargar lánar Nesbyggð til verksins 20 miljónir til fimm ára vaxtalaust með einum gjalddaga á ári.

Samningurinn felur í sér að Nesbyggð ehf. mun byggja nýja björgunarstöð við Hafnargötu 1 í Rifi og skila húsinu fokheldu og fullkláruðu að utan eigi síður en 15. september í haust. Húsið verður steinsteypt 600 fermetrar að stærð með 220 m² steyptu millilofti þar sem félagsaðstaða, stjórnstöð, eldhús og borðsalur verða. Á neðri hæð hússins er búningsaðstaða, búnaðargeymsla auk 380 m² bíla- og tækjageymslu.

Vefur Skessuhorns Fréttina af vef Skessuhorns má lesa í heild sinni hér, en Skessuhorn það er það fréttablað sem íbúar á Vesturlandi fá fyrst fréttirnar sem skipta máli fyrir þá.

• Sjá hér mynd og fréttina í heild úr Skessuhorni
• S K E S S U H O R N   - Vesturlandsvefurinn
• Slysavarnafélagið Landsbjörg um björgunarmiðstöina
• Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ


Sjá hér myndir 16. mars 2009:
Til hamingju með nýju íbúðina í Snæfellsbæ

Við óskum Báru til hamingju með nýju íbúðina sína í Snæfellsbæ.

• Sjá hér mynd


Sjá hér myndir 13. mars 2009:
Nesbyggð ehf. eignast 1800 fermetra verslunar- og þjónustuhús að Tjarnabraut 24

Nú í vikunni eignaðist Nesbyggð ehf. 1800 fermetra verslunar- og þjónustuhús að Tjarnabraut 24 Reykjanesbæ. Neðri hæðin er ætluð undir ýmiskonar verslanir og þjónustu en á efri hæð er gert ráð fyrir gistiheimili. Húsið verður selt í misstórum einingum og er nú þegar farið að óska eftir plássum til kaups, enda er engin þjónusta núna í í boði í þessu nýja hverfi.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 25. febrúar 2009:
Framkvæmdum í Vogunum frestað til vorsins

Gatnagerðaframkvæmdir í Vogunum er hálfnaðar en vegna efna- hagsþrenginganna hefur framkvæmdum verið frestað til vorsins.

Verkstaðan er sú að búið er að leggja allar götur en lagnir og yfirborðsfrágangur er eftir. Á næstu vikum verður svæðið opnað í einhverja daga fyrir fólk til að skoða sig um.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 15. febrúar 2009:
Nesbyggð ehf. fær lóð að Tjarnabakka 2

Nesbyggð ehf. hefur fengið úthlutað lóð að Tjarnabakka 2. Jarðvinnu við lóðina er að ljúka en byggingarframkvæmdir hefjast ekki fyrr en á næsta ári.

• Sjá hér mynd


Sjá hér myndir 15. janúar 2009:
Engir verktakar, einungis launamenn

5. janúar komu 3 rafvirkjar til starfa hjá Nesbyggð ehf. Eru það Guðmundur, Sigurður og Pétur og bjóðum við þá velkomna til starfa. Þeir hafa verið að vinna hjá okkur sem verktakar frá 2004. Nú hefur Nesbyggð á að skipa öllum þeim iðnaðarmönnum sem þarf í byggingargeiranum.

• Sjá hér myndir


Heimasíða UMF Snæfells 5. desember 2008:
Nesbyggð ehf. styður körfubolta UMF Snæfells

Nesbyggð ehf. hefur verið í samstarfi við ýmis félagasamtök í gegnum árin og í vetur er það karla- og kvennalið körfuboltafélags Snæfells í Stykkishólmi, sem við erum í samstarfi við. Óskum við þeim góðs gengis.

• Heimasíða UMF Snæfells í Stykkishólmi


Sjá hér myndir 18. nóvember 2008:
Vinir í raun

Nesbyggð ehf. ákvað að flagga fyrir þeim, sem hafa reynst okkur Íslendingum vinir í raun núna á þessum síðustu og verstu tímum.

• Sjá hér mynd


Sjá hér myndir 3. nóvember 2008:
Fjörug óvissuferð starfsfólks Nesbyggðar ehf.

Fyrsta vetradag var farið í óvissuferð með starfsmenn Nesbyggðar ehf. Lagt var af stað úr Reykjanesbæ um klukka tíu og ekið sem leið lá til Hveragerðis og stoppað í Eden. Þar var hin eini sanni Magnús Sigmundsson tekin með í rútuna og var hann að sjálfsögðu með gítarinn með sér.

Síðan var ekið niður til Eyrarbakka og í gegnum Selfoss og að Ölversholti og nýja bruggverksmiðjan skoðuð. Þar dró Magnús upp gítarinn og spilaði og söng nokkur lög á meðan starfsmenn Nesbyggða gæddu sér á bjórnum. Eftir um klukkutíma stopp var haldið til Reykjavíkur með viðkomu í Hveragerði, þar sem Magnús hélt til síns heima og áður en hann kvaddi gaf hann öllu geisladisk. Þá var haldið í keiluhöllina og voru teknir nokkrir leikir þar og boðið upp á pizzur og bjór.

Um kl sjö var haldið heim á leið og voru það ánægðir og nokkuð hressir starfsmenn sem voru komnir til síns heima um áttaleitið. Dísa og Gústa sáu um framkvæmd þessara ferðar og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 1. nóvember 2008:
Framkvæmdir hafnar í Engjadal 6

Framkvæmdir í Engjadal 6 eru hafnar og verða íbúðir þar settar í sölum um næstu áramót. Í húsinu verða 20 íbúðir af mismunandi stærðum.

• Sjá hér mynd


Vezi fotografii aici 30 octombrie 2008:
Danut Dragan din Romania

Acum doi ani au inceput lucrarile la 10 apartamente in Olafsvik. De la inceput acest proiect a fost coordonat de Danut. Datorita interesului pentru realizarea proiectului a fost numit "GENERAL" la fel ca un soldat erou in razboi.

Alaturi de el au fost satia Dana, mai multi muncitori printre care romanii Adi si Dorel. Nu a fost singuar lucrare in acesti doi ani , s-a construit Frystihotel in Grundarfjordur.

Zece apartamente sunt in acest moment ridicate si acoperite in Grundarfjordur. Íi multumin lui Danut pentru munca depusa si íi uram multi ani aici la Nesbyggd ehf.

Director general
Páll Harðarson

• Vezi fotografii aici
• Sjá myndir og fréttina á íslensku


Sjá hér myndir 28. október 2008:
Fjöldi fólks kom á sölusýninguna í Ólafsvík

Um síðustu helgi var haldin sölusýning í Ólafsvík. Fjöldi fólks mætti til að skoða og seldust 4 íbúðir af þeim 10 sem er verið að klára.

Í frétt Skesuhorns 24. október segir: "Íbúðirnar tíu sem til sýnis voru um helgina eru tveggja til fjögurra herbergja, frá 70 til 105 fermetra, og bílskúr er með fjórum þeirra. Þeim fylgir 80% Íbúðasjóðslán og að auki lánar Nesbyggð 10% kaupverðs með 5% vöxtum sem þykir sjálfsagt mjög gott eins og vaxtaokrið er í dag".

• Sjá hér myndir
• Sjá nánar frétt Skessuhorns


Sjá hér myndir 25. október 2008:
Fyrstu kaupendurnir í Ólafsvík

Um síðustu helgi seldust nokkara íbúðir í Fossabrekku 21 í Ólafsvík. Fyrst til að ganga frá kaupsamningi var Matthildur Kristmundsdóttir. Í tilefni þess fékk hún að gjöf frá Nesbyggð sófasett af bestu gerð. Við óskum Matthildi velfarnaðar.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 13. september 2008:
Afhending íbúða í Beykidal 6 er lokið

Nú er lokið afhendingu allra íbúða í Beykidal 6. Þessar myndir eru teknar við það tækifæri þegar nýjir eigendur tóku við íbúðum sínum með tilhlökkun að flytja inn. Það hefur sýnt sig að nýja sölufyrir- komulagið hjá Nesbyggð ehf. sem tók gildi 1. júní 2008 hefur gagnast kaupendum mjög mikið.

• Sjá hér myndir
• Sjá hér nýja sölufyrirkomulagið


 8. september 2008:
Flaggað á Ljósanótt

Á hátíðinni "Ljósanótt", sem haldin var um síðustu helgi í Reykjanesbæ, var flaggað með fánum allra þjóðlanda starfsmanna Nesbyggðar ehf.


Sjá hér myndir 12. ágúst 2008:
Beykidalur 6

Framkvæmdir við Beykidal 6 ganga samkvæmt áætlun og er fyrirhugað að afhenda íbúðirnar 30. ágúst n.k.

• Sjá hér mynd


Sjá hér myndir 15. júlí 2008:
Framkvæmdir í Vogunum

Framkvæmdir í Vogunum er nú komnar í fullan gang og eru nú komnar um 2,5 km. af götum þar. Tækin sem keypt voru til verksins hafa reynst vel og hefur verið unnið á vöktum síðan verkið hófst. Verður brátt ráðist í að leggja lagnir í þær götur sem komnar eru.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 18. júní 2008:
Fúsi heimtur úr álinu

S.l. haust hætti hann Fúsi hjá okkur og hélt austur á firði til að bræða ál. En sem betur fer fyrir okkur þá var álbræðslan ekki það starf sem Fúsi sá í hillingum, því drengurinn sneri heim á slitnum skóm núna í júní. Erum við glöð að fá hann aftur, þó gleðin sé mest hjá Fúsa sjálfum.

• Sjá hér mynd


Sjá hér myndir 31. maí 2008:
Framkvæmdir við nýja íbúðabyggð í Vogum hafnar með fyrstu skóflustungunni

Föstudaginn 30. maí tók Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Voga fyrstu skóflustunguna að nýju íbúðabyggð við Voga, sem kallast Grænuborgarsvæði. Hann notaði við það stórvirkt vinnutæki, þannig að fyrsta skóflustungan var stór, sem er tákn fyrir stórhuga framkvæmdir sem eru að hefjast þarna, en í nýja hverfinu er gert ráð fyrir 500 íbúða byggð og skóla.

Sjá hér myndir Nesbyggð ehf. keypti fyrr á árinu svæðið og ætlar að byggja íbúðahverfið í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verða 250 íbúðir og þar af 50 einbýlishús, 70 íbúðir í rað- og parhúsum og aðrar íbúðir í fjölbýlishúsum.

Ekki hefur verið gerð endanleg áætlun um verklok fyrri áfanga, því miðað við núverandi ástand á markaði má reikna með að hægar verði farið í sakirnar, en síðan fljótlega hafist handa á fullum krafti
þegar jafnvægi kemst á markaðinn. Sala á íbúðum hefur þó verið
Sjá hér myndir góð að undanförnu þrátt fyrir allt og alltaf eru að seljast íbúðir í þeim húsum sem núna eru á lokastigi í byggingaframkvæmdum.

Bæjarstjórinn í Vogum á Vatnsleysuströnd er þó jafn bjartsýnn og stjórnendur Nesbyggðar ehf. og hann bindur miklar vonir í þetta verkefni, því þegar þessu er lokið mun íbúðabyggð í Vogum verða tvöföld miðað við núverandi stærð.

• Hérna má sjá nánar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri


Frétt og bráðabirgðauppdráttur 28. maí 2008:
Fyrsta skóflustungan tekin að nýju hverfi
í Vogum á Vatnsleysuströnd 30. maí 2008

Föstudaginn 30. maí kl 11.00 verður fyrsta skóflustungan tekin að nýju hverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hverfið er á svokölluðu Grænuborgarsvæði sem er Reykjarvíkurmegin við Vogana.

Fyrirhugað að þarna verði byggðar í 2 áföngum um það bil 500 íbúðir. Nesbyggð ehf. (kt. 481102-2510) í Reykjanesbæ á svæðið og mun sjá um uppbyggingu á því ásamt því að úthluta lóðum til einstaklinga.

Af þessu tilefni mun Nesbyggð styrkja leikskólann Suðurvelli og ungmennafélagið Þrótt á staðnum (Vogunum).

• Sjá hér frétt um Grænuborgarsvæðið frá 7. mars 2008


Sjá hér myndir 27. maí 2008:
Íbúðirnar í Beykidal 4 afhentar nýjum eigendum

Laugardaginn 24. maí s.l. voru allar íbúðirnar afhentar fullbúnar í Beykidal 4 samkvæmt áætlun. Næsta afhending verður á Beykidal 6 í ágúst næstkomandi. Við óskum nýjum íbúum velfarnaðar.

Nesbyggð ehf.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 25. maí 2008:
Afhendingu íbúða í Grundarfirði flýtt

Vegna áhugasamra kaupanda hefur verið ákveðið að flýta afhendingu í Grundarfirði á a.m.k. 5 íbúðum fram í desember á þessu ári.

• Sjá hér myndir


Sjá hér myndir 20. maí 2008:
Fokhelt hús í Ólafsvík

Húsið að Fossabrekku 21 í Ólafsvík er orðið fokhelt og er innan- húsfrágangur komin á fullt skrið. Reiknað er með að a.m.k helmingur íbúðanna (5) verði fullbúin um næstu áramót.

• Sjá hér myndir


Frétt og bráðabirgðauppdráttur 1. maí 2008:
Nesbyggð ehf. kaupir nýjar vinnuvélar

Nesbyggð ehf. hefur keypt þrjár nýjar vinnuvélar af Kraftvélum ehf. Þetta eru 30 tonna búkolla, jarðýta og valtari. Þá hefur 40 tonna grafa með vökvafleyg verið keypt hjá Íshlutum ehf.

Tækin munu verða notuð við jarðvinnu nýju byggingasvæði sem Nesbyggð ehf. hefur keypt við Voga á Vatnsleysuströnd, á svo- kölluðu "Grænuborgarsvæði" sem má sjá frétt um fyrir neðan þessa frétt, en þarna munu framkvæmdir brátt hefjast.

• Sjá hér myndir af nýju tækjunum


10. apríl 2008:
Ársreikningur 2007

Afkoma félagsins 2007 var ágæt. Hagnaður eftir skatta nam kr. 110.692.822. Lausfjárstaðan var þannig að um áramót átti félagið kr. 126.910.199 í lausu fé.

Eigið fé Nesbyggðar ehf. var um áramót kr. 645.188.597.


Frétt og bráðabirgðauppdráttur 7. mars 2008:
Nýtt byggingaland

Nesbyggð ehf. hefur keypt 30 hektara af landi við Voga á Vatns- leysuströnd. Landið er að austanverðu við Vogana, á svokölluðu "Grænuborgarsvæði" (í átt að Reykjavík). Á þessu stað hefur verið skipulögð á milli 400 og 500 íbúða byggð í samstarfi við sveitar- félagið. Þessum framkvæmdum verður skipt í tvo áfanga.

Vinna við fyrri áfangann hefjast fljótlega og fyrstu íbúðirnar verða fullbúnar á næsta ári. Í Vogum á Vatnleysuströnd er að hálfu sveitarfélagsins, lagður mikill metnaður í að tryggja að þessi stækkun gangi vel fyrir sig.

Af hálfu Nesbyggðar ehf. verður lögð sérstök áhersla á að vandað sé til verka og að allur frágangur, bæði húsa og lóða, verði til fyrir- myndar. Þá er fyrirhugað í fyllingu tímans að selja byggingarhæfar lóðir til einstaklinga. Hönnunarvinnu er ekki að fullu lokið.

• Bráðabirgðauppdráttur í PDF-útgáfu að skipulagi svæðisins  Bráðabirgðauppdráttur í PDF_utgáfu
• Sveitarfélagið Vogar á Vatnsleysuströnd


Smelltu hér til að sjá viðtalið í Víkurfréttum 6. mars 2008:
Víkurfréttir fjalla um Nesbyggð ehf.

Í vikunni áttu Víkurfréttir viðtal við Hörð Pálsson hjá Nesbyggð ehf. og er það viðtal hér:

• Fréttaviðtalið í Víkurfréttum

Hörður Pálsson í Nesbyggð ehf. VF-mynd: elg.


Smelltu hér til að sjá myndirnar stærri 3. mars 2008:
Afhending íbúða í Beykidal 2

Laugardaginn 23. febrúar voru allar íbúðirnar í Beykidal 2 afhentar nýjum eigendum þeirra. Næsta afhending verður að 3 mánuðum liðnum, í maí. Þá verða íbúðir afhentar í Beykidal 4, en þar er allt selt.

Í Beykidal 6 (12 íbúðir) verða íbúðirnar afhentar í ágúst og þar eru enn 5 íbúðir óseldar. Við óskum nýjum íbúðaeigendum innilega til hamingju með eignirnar.


Smelltu hér til að sjá myndirnar stærri 2. mars 2008:
Innbrot

Fyrir skömmu var brotist inn í vinnubúðir Nesbyggðar. Þar var stolið tölvum prenturum og ýmsu öðru. Myndavélar á svæðinu tóku allt upp svo eftirleikurinn var auðveldur. Lögreglan hafði upp á parinu sem var af "rammíslensku bergi brotið" og eftir að hafa snúið upp á hendur þeirra í nokkurn tíma skiluðu þau nánast öllu.

Parinu leyst það vel á aðstöðuna að það sótti um vinnu og tóku fram að á nóttinni væru þau í besta "stuðinu". Ekkert varð af ráðningu hjá Nesbyggð en þau fá hana væntanlega hjá dómstólunum.


Smelltu hér til að sjá myndirnar stærri 18. febrúar 2008:
Víkingur á Snæfellsnesi eru Íslandsmeistarar!

Víkingar á Snæfellsnesi urðu Íslandsmeistarar í Futsal innanhús- knattspyrnu. Þetta er nýtt mót eru Víkingar því fyrstu Íslandsmeist- ararnir í þessum aldursflokki. Á sama tíma urðu stelpurnar í 5. flokki í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu.

Nesbyggð ehf. er stolt af því að styðja þetta efnilega lið sem hefur sýnt frábæran árangur í vetur og góðan liðsanda. Við óskum Víkingum til hamingju með árangurinn í keppninni.

Sjá nánar:                                               Myndirnar tók Þórey Jónsdóttir

  • Síða UMF Víkings um sigurinn
  • Söguágrip um UMF Víking
  • Um UMF Víking (Wikipedia - frjálsa alfræðiritið)


Smelltu hér til að sjá myndina stærri 10. febrúar 2008:
Útivinnan er með erfiðara móti

Eins og glögglega má sjá á þessum myndum hefur verið erfitt að vinna úti í vetur.


Smelltu hér til að sjá myndina stærri 21. janúar 2008:
Ný tæki til Nesbyggðar ehf.

Um áramótin fékk Nesbyggð ehf. nýjan 42. tonna vélavagn frá Íshlutum ehf.

Þá hefur fyrirtækið keypt nýjan Bob cat lyftara til Ólafsvíkur og nýjan VW Crafter sendibíl.


Smelltu hér til að sjá myndina stærri 22. desember 2007:
Jól

Núna þegar jól og áramót ganga í garð er helmingur starfsmanna Nesbyggðar ehf. erlendis, þ.e.a.s. í sínu heimalandi.

Starfsmenn eru sumir að taka síðbúið sumarfrí sem sameinast jólafríinu. Á föstudag var borðaður "jólamatur" og héldu síðan allir glaðir í bragði til síns heima.

Bílarnir voru skildir eftir eins og glögglega má sjá á myndinni. Nesbyggð ehf. óskar öllum gleðilegra jóla.


17. desember 2007:
Starfsmenn Nesbyggðar "Stækka"

Frá því að Guðbjörg og Co (Konukaffi) fór að sjá um mat og kaffi hjá Nesbyggð ehf.eru allir sælir og ánægðir og "vel haldnir".

Á næsta ári verða keypt hlaupabretti fyrir þá sem hafa þyngst um meira en 10 kíló á síðustu mánuðum og í stað rjóma og sultu fá þeir að að trimma í matar og kaffitímum.


14. desember 2007:
Framkvæmdir komnar á fullt skrið í Ólafsvík

Núna eru framkvæmdir komnar á fullt skrið í Ólafsvík. Húsið verður steypt upp á næstu mánuðum og það fullklárað.

Í húsinu eru 10 íbúðir og 4 bílskúrar. Samskonar hús verður byggt í Grundarfirði á næsta ári.


15. nóvember 2007:
Frystihótel vígt í Grundarfirði

Föstudaginn 9. nóvember sl. var frystihótel Snæfrosts hf. formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn. Kristján Guðmundsson rakti sögu og aðdraganda þess að þetta fyrirtæki varð til. Báðir eru stjórnarmenn í Snæfrosti hf. ásamt þeim Ásgeiri Ragnarssyni, Árna Halldórssyni og Stefáni Kalmann.

Var verktökum þökkuð vaskleg framganga við byggingu hússins sem aðeins tók 7 mánuði. Kostnaður við byggingu frystihótelsins varð 93 - 94% af kostnaðaráætlun.

• Sjá nánar:   Vefur Grundarfjarðar   • Skessuhorn   • RUV.is


24. október 2007:
Nesbyggð ehf. á þátt í fjölgun í Reykjanesbæ

Íbúar Reykjanesbæjar eru í dag orðnir 13,000 talsins. Við teljum okkur eiga eitthvað í þeirri fjölgun.

Á síðustu sölusýningu sem við héldum í kringum "Ljósanótt" komu nokkrir "utanbæjarmenn", þó aðallega Reykvíkingar, sem leyst það vel á íbúðirnar okkar að þeir keyptu sér húsnæði í Beykidal og flytja svo hingað í fyllingu tímans.


25. september 2007:
Öllum framkvæmdum að ljúka Í Engjadal 2 og 4

Í næsta mánuði lýkur öllum framkvæmdum í Engjadal 2 og 4. Þá verður flutt í allar 36 íbúðirnar rúmu ári eftir að framkvæmdir hófust í maí 2006.

Öllum frágangi verðu þá lokið bæði bæði úti og inni. Við óskum öllum íbúunum velfarnaðar.


5. september 2007:
50 íbúðir seldar það sem af er árinu

Núna í byrjun september höfum við selt 50 íbúðir á þessu ári. Allar íbúðir í Reykjanesbæ sem verða tilbúnar á þessu ári eru seldar og einnig allar íbúðir í Beykidal 2 sem verða afhentar í febrúar næstkomandi. Af 12 íbúðum í Beykidal 4 sem verða afhentar í maí 08 eru 10 seldar. Þá eru nokkrar íbúðir seldar sem verða afhentar í ágúst og nóvember á næsta ári.

Margir spyrja hvaðan kemur allt þetta fólk en hlutfall kaupanda er í grófum dráttum þannig að 50% koma frá Reykjanesbæ, 40% af höfuðborgarsvæðinu og 10% annarstaðar að af að landinu. Þá eru um það bil 15% alls þessa fólks af erlendu bergi brotið.


20. ágúst 2007:
Fúsi lætur af störfum hjá Nesbyggð ehf.

Föstudaginn 17. ágúst s.l. lét hann Fúsi (Vigfús Jónsson) af störfum hjá Nesbyggð ehf. eftir 4 ára starf. Fúsi er einn af fyrstu starfsmönnum Nesbyggðar og verður hans saknað.

Hann flytur austur og ætlar að fara að bræða ál. Við óskum honum og hans fjölskyldu alls hins besta.

Starfsmenn Nesbyggðar.


15. ágúst 2007:
Fyrstu íbúarnir flytja inn í Engjadal 4

Laugardaginn 4. ágúst s.l. fluttu fyrstu íbúarnir inn í Engjadal 4 og er það samkvæmt áætlun. Í húsinu er 20 íbúðir sem allar eru þegar seldar. Reiknað er með að flutt verði inn í allar íbúðirnar fyrir lok september.


13. ágúst 2007:
Framkvæmdir hafnar í Engjadal 6 og 8

Framkvæmdir eru hafnar í Engjadal 6 og 8. Þar verða byggðar 40 íbúðir og þeim skilað fullbúnum á árinu 2009. Einungis er um jarðvinnu að ræða á þessu ári. Ætlunin er að finna stað fyrir fyllingarefni sem verður til við fleygun klappar í Beykidal 10.


1. ágúst 2007:
Pólsk fjölskylda flytur inn í eigin íbúð.

Þessi fjölskylda keypti íbúð af Nesbyggð og er sest að á Íslandi. Tveir starfa hjá Nesbyggð og eru frábærir starfkraftar eins og svo margir samlandar þeirra. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin.


Sjá stærri mynd 2. júlí 2007:
Terex krani keyptur til Nesbyggðar ehf.

Nesbyggð ehf. keypti nýlega 30 tonna Terex krana af Almennu umhverfisþjónustunni ehf. í Grundarfirði. Kraninn er 8 ára gamall og sá yngsti fjögurra krana Nesbyggðar. Fyrir eru 3 kranar 20, 30 og 40 ára. Því má segja að sú stefna að vera á sem nýjustum tækjum nái ekki alveg yfir kranaeign félagsins.


25. júní 2007:
13 tonna Hitachi hjólavél og MAN dráttarbíl bætast við tækjakost Nesbyggðar ehf.

Nesbyggð ehf. hefur fest kaup á nýjum dráttarbíl af Man gerð hjá Íshlutum. Einnig hefur fyrirtækið keypt nýja Hitachi 13 tonna hjólavél með öllum búnað hjá sama aðila.


18. júní 2007:
Framkvæmdir núna á fullu í Beykidal

Framkvæmdir eru komnar á fullt skrið í Beykidal, en þar verður lokið við 60 íbúðir á næsta ári. - Skoða mynd


12. júní 2007:
Nesbyggð ehf. byggir fyrir Saltkaup ehf. geymsluhúsnæði í Grundarfirði

Nesbyggð ehf. hefur gert verksamning um byggingu geymslu- húsnæðis fyrir Saltkaup ehf. í Hafnarfirði. Húsið verður á hafnarsvæðinu í Grundarfirði og verður reist núna í sumar.


12. júní 2007:
Ánægðir kaupendur!

Við birtum hérna myndir af ánægðum kaupendum að íbúðum Nesbyggðar ehf. Myndir segja meira en þúsund orð svo það er engu við það að bæta.


7. júní 2007:
Ánægður kaupandi þakkar málaranum

Nýir íbúðaeigendur láta oft þakklæti sitt í ljós þegar þeir taka við íbúð sinni og sýna það með ýmsu hætti. En það er ekki oft sem einhver er með myndavél á staðnum þegar slíkt gerist, en í þetta sinn var myndavélin nálægt og náði að festa augnablikið á myndir. Þessi ágæti kaupandi var sérlega kátur með íbúðina sína og ekki síst með málningarvinnuna. Hann sýndi þakklæti sitt þegar hann hitti málarann!


2. júní 2007:
Styttist í framkvæmdir í Fossabrekku í Ólafsvík

Nú styttist í að framkvæmdir hefjist í Fossabrekku í Ólafsvík. Bæjarfélagið er að leggja veg að framkvæmdum eins og sjá má á myndinni.


Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð 30. maí 2007:
Styrkur til meistaraflokks Víkings í Ólafsvík

Meistaraflokkur Víkings í Ólafsvík leikur nú í búningum merktum Nesbyggð ehf. Búningurinn var formlega tekinn í notkun fyrir fyrsta heimaleik þeirra í síðustu viku og var liðið þá kynnt fyrir styrktar- aðilum. Fyrir leikinn skrifuðu styrktaraðilar undir samnig við knattspyrnudeildina. Á myndinni eru styrktaraðilar ásamt Jónasi Gesti Jónassyni formanni knattspyrnudeildar Víkings.


25. apríl 2007:
Nýr bíll til jarvinnsludeildar Nesbyggðar ehf.

Jarðvinnudeild Nesbyggðar ehf. fékk nýjan bíl í dag. Tekið hefur verið eftir því hvað bílar og tæki hjá Ómari og félögum eru ávallt eins og þau hafi verið að koma af bónstöð. Þessi snyrtimennska virðist líka vera þáttur í góðum afköstum.


13. apríl 2007:
Fyrsta skóflustungan að Frystihóteli Snæfrosts

Þann 12. apríl tók Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri í Grundarfirði fyrstu skóflustunguna að Frystihóteli Snæfrosts ehf. og fór hann létt með að stjórna beltagröfunni okkar. Nesbyggð ehf. hefur tekið að sér byggingu á hluta af frystigeymslu sem Snæfrost ehf. er að reisa í Grundarfirði.

Síðar um daginn villtist einn vegfarandi af leið og lenti ofan í skurði á svæðinu, sem að líkindum var vegna reynsluleysis ökumanns í akstri en hvorki honum né ökutæki varð meint af.   » Nánar


12. apríl 2007:
Fyrsti kaupandinn í Engjadal 2 flytur inn

Elísabet Eiríksdóttir var fyrst til að kaupa íbúð af Nesbyggð ehf. í Engjadal. Hún keypti íbúðina í mars 2006, löngu áður en fram-kvæmdir hófust, en þessa dagana er verið að ljúka frágangi þar og verða íbúðirnar núna afhentar nýjum eigendum næstu vikurnar, en áætlað er að afhenda síðustu íbúðirnar þar í júní n.k. Elísabet er núna flutt inn og óskum við henni innilega til hamingju. Í dag eru aðeins þrjár íbúðir nú óseldar í Engjadal 2.


11. apríl 2007:
Styrkur til góðra málefna

Síðasta ár gekk rekstur Nesbyggðar ehf vel og skilaði félagið hagnaði. Starfsvettvangur félagsins var á þremur stöðvum. Meginstarfsemin var í Reykjanesbæ en einnig hófust framkvæmdir í Snæfellsbæ og í Grundarfirði.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að styrkja góð málefni á þessum þremur stöðum um 600 þúsund krónur.

Reykjanesbær:

Kr. 200.000 til Íþróttafélagsins Nes - félag fatlaðra á Suðurnesjum
- Félagið vinnur gott starf og er meðal annars að fara til Englands á næstunni í keppnis og skemmtiferð.

Snæfellsbær:

Kr. 200.000 til Mótorkrossklúbbs Snæfellsbæjar
- Starf félagsins hefur verið blómlegt og hefur það komið upp einni bestu mótorkrossbraut landsins.

Grundarfjörður:

Kr. 200.000 til Knattspyrnuráðs Ungmennafélags Grundarfjarðar
- Grundfirðingar eignuðust Íslandsmeistara í 4 fl. karla á síðasta ári
sem telst frábært miðað við höfðatölu.

Með kveðju frá Nesbyggð ehf.
Páll Harðarson

2. apríl 2007:
Fyrstu íbúarnir eru fluttir í Engjadal 2

Nesbyggð ehf. hefur að undanförnu verið að byggja í Engjadal 2 og gert er ráð fyrir að ljúka þeim framkvæmum í lok maí n.k. Aðeins þrjár íbúðir nú óseldar þar. Þessar íbúðir eins eru og aðrar sem Nesbyggð ehf. byggir eru afhentar fullbúnar með innréttingum og og öllum tækjum sem nauðsynleg eru - auk smáatriðanna, sem skipta máli. Jafnframt eru framkvæmdir hafnar í Engjadal 4 og þegar langt komnar. Laugardaginn 31. mars fluttu fyrstu íbúarnir í Engjadal 2. Við óskum þeim til hamingju.  


25. mars 2007:
Verksamningur gerður við Snæfrost ehf.

Nesbyggð ehf. og Snæfrost ehf. í Grundarfirði undirrituðu í dag verksamning um byggingu á hluta af frystigeymslu sem Snæfrost ehf. er að reisa í Grundarfirði. Upphæð samningsins er 30.600.000. Verksamningurinn nær aðallega til jarðvinnu og sökkla ásamt innanhúsfrágangi.


15. mars 2007:
Ársreikningur 2006

Afkoma félagsins var ágæt og nam hagnaður 98.193.021 krónum . Lausafjárstaðan var góð og handbært fé í árslok 70.656.607 krónur. Skuldir félagsins voru 527.743.971 og eingöngu í formi fjármögnunarlána sem hvíla á söluíbúðum félagsins.

Á móti þeirri skuld var inneign hjá viðskiptamönnum að upphæð 515.397.949 vegna kaupa á hluta af áðurnefndum íbúðum. Við birgja sína var félagið skuldlaust ásamt því að öll tæki og tól félagsins voru skuldlaus og engar fjármögnunarleigur í gangi.

Í árslok var eigið fé Nesbyggðar ehf 336.489.631 krónur.


2. mars 2007:
Pólsk netútgáfa af vef Nesbyggðar ehf.

Nesbyggð ehf. hefur nú sett á vefinn pólska útgáfu af vefnum og til að byrja með er þar sérstaklega lögð áhersla á íbúðir á Snæfells- nesi. Aðrar síður á pólsku munu síðan bætast við pólska hlutann á næstunni.  


25. febrúar 2007:
25 starfsmenn Nesbyggðar ehf. læra íslensku

25 starfsmenn Nesbyggðar ehf. eru nú að læra íslensku á vegum fyrirtækisins. Fyrirtækið leggur kapp á aðbúnað fyrir starfsmenn og var íslenskan enn ein viðbótin við að gera starf þeirra hjá fyrirtæk- inu sem ánægjulegasta.   » Nánar


20. febrúar 2007:
Nesbyggð ehf. kaupir nýjan dráttarbíl

Nesbyggð ehf. keypti af Íshlutum ehf. dráttarbíl af tegundinni Man af árgerð 2005 ásamt nýjum malarvagni. Nesbyggð ehf á nú orðið stóran flota af öflugum vinnuvélum og tækjum sem það notar við framkvæmdir í Reykjanesbæ og á Snæfellsnesi.


15. janúar 2007:
Nesbyggð ehf. kaupir 300m² hús í Snæfellsbæ

Nesbyggð ehf. keypti 300m² hús í Snæfellsbæ. Ætlunin er að nota húsið í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir næstkomandi sumar. Húsið þarfnast endurbóta eins og glögglega má sjá.


11. desember 2006:
Snæfellingar - Snæfellingar!

Hafin er bygging 10 glæsilegra íbúða við Ölkelduveg í Grundarfirði og 10 íbúða að Fossabrekku 21 í Ólafsvík. Nákvæm lýsing á íbúð- um og innréttingum ásamt ljósmyndum frá framkvæmum er að finna undir "Snæfellsnes-hnappinum".


15. júlí 2006:
Nesbyggð ehf. veitt viðurkenning

Þann 6. júlí veitti Reykjanesbær Nesbyggð ehf. viðurkenningu fyrir frábæran frágang bygginga og lóða. Það er hefð hjá Reykjanesbæ að veita ár hvert viðurkenningar fyrir vel hirta garða og fallegar um- bætur á húsum. Viðurkenningarnar voru veittar í athöfn í Duushús- um, þar sem verðlaunahafar fengu afhent verðlaunaskjöl.   » Nánar

                                       <Til baka>